Bátasmíði.is

29.09.2015 09:01

Sindri afhentur Bátasafni Breiðafjarðar



Sindri afhentur Bátasafni Breiðafjarðar til eignar og varðveislu.

Sindri var smíðaður árið 1936 af Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum fyrir Jón Þórðarson og Snæbjörn Jónsson á Stað á Reykjanesi. Á þessum tíma var tvíbýli á Stað en síðar(1949) byggði Jón nýbýlið Árbæ .

Sindri er smíðaður úr eik og furu og skráður 2,5 brl. Var upphaflega með 5 ha Skandia vél, árið 1946 var sett í bátinn 8 ha. Skandia vél, 1983 var sett í bátinn 8 ha Sabb vél og 1995 10 ha Sabb vél sem er í bátnum í dag.

Sindri var notaður af Staðar og Árbæjar bændum í áratugi við hlunnindanytjar og flutninga á vörum og fólki.

Sindri hefur verið geymdur í uppsátri á Vesturnesi við höfnina á Stað.

Árið 1962 kaupir Guðmundur Theódórsson á Laugalandi við Þorskafjörð bátinn og notar hann við hlunnindanytjar o.fl.  Árið 1990 gerði Guðmundur bátinn upp og hefur síðan haldið honum mjög vel við.

Á Bátadögum 2015 sigldi Guðmundur ásamt gestum á Sindra í hópi báta í blíðu veðri. Að því loknu afhenti Guðmundur Bátasafninu Sindra til eignar og varðveislu.

Sindri var hafður til sýnis á Báta- og hlunnindasýningunn fram á haust en nú hefur verið gengið frá honum til vetrardvalar í naustinu þar sem hann hefur verið geymdur undanfarin 80 ár.

Fleiri myndir af Sindra eru í myndaalbúmum.

Bátasafn Breiðafjarðar

Nafn:

Bátasafn Breiðafjarðar

Staðsetning:

Reykhólar

Tenglar

Flettingar í dag: 586
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 589
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 925824
Samtals gestir: 83935
Tölur uppfærðar: 26.1.2025 15:26:33

Gestir

free counters