Færslur: 2025 Apríl

24.04.2025 15:20

Myndaalbúm 2024

Bætt hefur verið inn nokkrum myndaalbúmum frá starfinu 2024.

  1. Bragginn 2024, ýmsar myndir.
  2. Egill fluttur frá Hvallátrum til Reykhóla í ágúst 2024, sjá upplýsingar um bátinn á bls. 18 í munaskrá https://batasmidi.is/files/
  3. Svanur fluttur frá Kvígindisfirði til Reykhóla, sjá upplýsingar um bátinn á bls. 25 í munaskrá https://batasmidi.is/files/
  4. Hornarfjarðarbátur. Skekta sem Hafiði smíðaði árið 2024 fyrir Ólaf Björn Þorbjörnsson útgerðarmann á Höfn á Hornafirði.

24.04.2025 09:23

Baskabátur

 

Hafliði Aðalsteinsson og Einar Jóhann Lárusson, sem smíðuðu „txalupa“, baskneskan léttabát fyrir Baskavinafélagið, kynntu smíðina, 3-5 júní 2024

Xabier Agote forstjóri Albaola fornbátasafnsins (https://albaola.org/en/) sem er sérfræðingur í smíði baskneskra báta var gestur á kynningunni.

Báturinn var síðan fluttur til Djúpavíkur þar sem hann verður til sýnis á Baskasetrinu.

Myndir í myndaalbúmi, https://batasmidi.is/photoalbums/298265/

24.04.2025 06:47

Skýrsla vegna ársins 2023

Bátasafn Breiðafjarðar  - FÁBBR

Skýrsla vegna 2023

 

  • Stuðningur við Báta- og hlunnindasýninguna ehf. (BogH) á Reykhólum.
    •  Þessi þáttur í starfseminni felst í faglegum stuðningi og aðstoð við uppsetningu sýningar á vori og samantekt að hausti. Einnig ýmis aðstoð varðandi húsnæði sýningarinnar. FÁBBR á 33,33% í BogH og Hafliði er formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru, Rebekka Eiríksdóttir fyrir Reykhólahrepp og Magnús Sigurgeirsson fyrir Æðarvé.
    • Rebekka Eiríksdóttir annaðist stjórn sýningarinnar árið 2023.
    • Sigurður B. annast bókhald félagsins og sér um launagreiðslur og styrkumsóknir.
  • Endurgerð og lagfæringar á bátum í eigu félagsins.
    • Á hverju vori eru sýningarbátar fluttir til, lagaðir og málaðir og snyrtir fyrir sýninguna.
    • Hafliði vann að viðgerð á Sindra á sýningartíma BogH.
  • Bátadagar       
  • Bátadagar féllu niður 2023
  • Húsnæðismál.
    • Patró, óbreytt ástand. Tveir bátar geymdir þar.
    • Korngarðar 8 í Reykjavík.
      • Faxaflóahafnir hafa lagt félaginu til geymslu- og vinnuaðstöðu að Korngörðum 8 í Sundahöfn. Tveir bátar geymdir þar.
    • Reykhólar.
      • Báta og hlunnindasýningin að Maríutröð 5. Sex bátar geymdir þar inni og þrír fyrir utan húsið.
    • Glerárskógar.
      • Hlaða sem félagið hefur á leigu. Þar eru geymdir 14 bátar. Leigusamningur þar er runnin út en félagið fær að vera með bátana þar áfram um tíma.
    • Braggi á Reykhólum.
      • Sett var stærri hurð í Braggann og í nóvember voru settir þar inn nokkrir bátar.
      • Stefnt að því að taka til í Bragganum og flytja þangað bátana sem eru á Glerárskógum.

 

  

 

 

  • Styrkir.
    • Sindri. Viðbótarstyrkur til endurgerðar á Sindra að upphæð 500 þús.

 

 

  • Samstarf o.fl.
    • Grindavíkurskip.

 

Hafliði, Eggert og Einar Jóhann tóku að sér að smíða Grindavíkurskip. Smíðin hófst í byrjun janúar 2023 (11m langt og 3m breitt) og skipið var afhent til Grindavíkur 2.6.2023.

 

Sjá nánar á Facebook síðu félagsins https://www.facebook.com/profile.php?id=100069341082480

 

 

     

 

Báturinn fluttur til Reykjavíkur 11.maí 2024 til að forða frá eldgosi.

 

Komið fyrir við hlið varðskipsins Óðins við Sjóminjasafnið.

 

Sjá frekari upplýsingar hér: https://ferlir.is/grindavikurskipid/

 

Samningur við Hafliða um smíði á dæmigerðum Baskabát (hvalveiði)

HA+EJL heimsóttu Baskaland í október 2023

Ráðgert er að Hafliði smíði líkan af Baskabáti á árinu 2024.

 

Kópavogi,

 

Sigurður Bergsveinsson, ritari FÁBBR.

  • 1