17.02.2012 15:44
Smíði trébáta.
Lifandi handverk - í samvinnu við Bátasafn Breiðafjarðar. Þetta er grunnnámskeið um smíði trébáta. Fjallað er um gerðir trébáta og aðferðir sem notaðar eru við smíði og frágang á þeim. Farið er í gegnum grundvallaratriði í smíði og munu þátttakendur leggja kjöl og byrðing auk annarra verklegra þátta. Námsefni er m.a. Leiðarvísir að bátasmíði, tveir mynddiskar þar sem fylgst er með smíði báts frá kili að sjósetningu.
19.12.2011 19:05
SÚÐBYRÐINGUR - SAGA BÁTS
Heimildamyndin Súðbyrðingur - saga báts eftir Ásdísi Thoroddsen er komin út á mynddiski.
Fjórir menn taka sér fyrir hendur að smíða bát eftir Staðarskektunni, sem fúnað hefur í grasi í Reykhólasveit. Samhliða því sem nýi báturinn tekur á sig mynd er sögð saga bátasmíða á Norðurlöndum. Byrjað er á kilinum, sem þróaðist frá eintrjáningi steinaldar, og svo þegar báturinn er byrtur er sagt frá skinnbátum bronsaldar og helluristum, fórnum á bátum og mönnum til ókunnra guða, en elsti súðbyrðingurinn sem vitað er um varðveittist á einum slíkum blótstað, sýnd hin glæstu skip víkingaaldar, sýndar myndir frá selveiðimönnum í Eystrasaltinu sem lögðust út á ísinn og sváfu í einkennilega löguðum bátum sínum, og áfram er smíðað, böndin og borðstokkarnir, og þá er komið til Færeyja þar sem keppt er í róðri í nýrri gerð af súðbyrðingum á Ólafsvöku. Að lokum er báturinn klár og seglin saumuð og þá er sjósetning og smiðirnir sigla út á Breiðafjörð, til fortíðar þeirra sjálfra, þar sem súðbyrðingar voru smíðaðir og notaðir - heima.
Báturinn er trúarlegt tákn. Í þessum ,,báti" sem kvikmyndin er, rúmast margt, svo sem handbragð, heiðindómur, verslunarsaga, veiði, dauði og hátíðir. Í gegnum báta og skip tengjast hættir og saga þeirra þjóða sem búa á Norðurlöndum.
Ólafur H. Torfason fór lofsamlegum orðum um Súðbyrðing - sögu báts, gaf fjórar stjörnur, fullt hús.
Norska sjónvarpið (NRK) og það færeyska, Kringvarp, keyptu myndina og búið er að sýna hana.
Kvikmyndin er textuð á ensku, þýsku, frönsku, sænsku, norsku, færeysku, dönsku og íslensku, og svo er hægt að hafa hana án texta. Eintakið kostar kr. 3.000,- með vsk að viðbættum sendingarkostnaði.
18.12.2011 10:53
On Northern Waters - The Story of a Boat
(org. Súðbyrðingur - saga báts)
Four boatbuilders join forces in building a clinkboat of the type that was once predominant in the Breidafjord Bay in the West of Iceland. The story of thousand years of boatbuilding in the North unfolds as we watch them build the clinkboat -- starting with the keel which had its beginning in the logboat of the stoneage, and finishing with the launching. When the sails are set we are brought back to the personal histories of the builders themselves, to the past when these boats were in general use - back home where the film started.
The boat is a religious symbol. The vessel that is the film carries a variety of subjects: craftsmanship, paganism, trade history, fishing, death, celebrations. The boats reflect the ethnic history of the Nordic nations. The building of the boat forms the baseline of the film but the story of the clinkboat is told by the people who appear in it (chiefly the builders) and they to an extent determine its course. Their various contributions add up to the narrative.The score reflects the different historical periods and thus adds another layer to the story.
The filming took place in Iceland, Faeroe Islands, Norway, Sweden, Danmark and Germany. It is 57 min.
The Icelandic Filmcentre and the Nordisk Kulturfond supported the film and the Norwegian Broadcasting Station NRK and the Faeroese Kringvarp have already aired it.
Subtitles: English, French, German, Norwegian, Swedish, Danish, Faeroese, Icelandic.
Price for persons: GBP 15,- (EUR 18,-)
Price per copy for schools and institutions: 30,- GBP (EUR 36,-)
18.12.2011 10:51
Der Film Das Klinkerboot - Die Geschichte eines Bootes
Das ist ein Film über die Geschichte und Entwicklung des nordischen Klink Bootes. Der Originaltitel ist Súðbyrðingur - saga báts (On Northern Waters - The Story of a Boat). Der Film wurde auf Island, den Färöer Inseln, in Norwegen, Schweden, Finnland, Dänemark und Deutschland gedreht. Den Erzähl-Rahmen bilden vier Männer, die auf die traditionelle Weise eines dieser Boote bauen. Und während der Film den Fortschritt begleitet, entfaltet sich in Interviews und Bildern die Geschichte des Bootes im Nord-Atlantik und der Ostsee von der Steinzeit an. Dabei wird die ethnische Geschichte des Nordens reflektiert; das Handwerk, die Jagd, Handels- und Raubzüge und religiöse Rituale.
Der Film hat eine Länge von 57 Minuten. Der Isländische Film Fond und der Nordisk Kulturfond haben die Produktion unterstützt, der norwegische Sender NRK und der Faeröische Sender Kringvarp haben ihn gekauft und gesendet.
Die Untertitel sind in Deutsch, Französisch, English, Schwedisch, Norwegisch, Dänisch, Faeröisch, Isländisch und die Möglichkeit gibt es den Film ohne Untertitel zu sehen.
Ein Dvd von dem Film kostet vom Hersteller EUR 18,- plus die Sendungskosten.
Für Bibliotheken in Schulen und Institutionen kostet der Film EUR 36- .
03.12.2011 13:27
Fundarboð.
20.11.2011 20:54
Stefnt að opnun nýrrar sýningar í vor.
1. January, 2011
Vinna við undirbúning að opnun nýrrar sýningar í húsnæðinu okkar hér á Reykhólum er komin í fullan gang. Áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar og Reykhólahreppur ásamt fulltrúa frá Æðarvéum hafa nú sett saman þriggja manna nefnd til að vinna að þessum málum. Hlutverk nefndarinnar er að setja saman hugmyndir að nýrri sameinlegri sýningu í safnahúsinu sem tekur yfir hlunnindanitjar ásamt bátasmíðar á Breiðafirði svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að opna millivegg sem hefur skilið að sýningarnar hingað til og sett upp ein heildstæð sýning. Einnig er þessari nefnd ætlað að leggja fram tillögur að framtíðar stefnumótun um aðkomu Reykhólahrepps í safnamálum. Þeir sem sitja í nefndini eru Eiríkur Kristjánsson fyrir Reykhólahrepp Hjalti Hafþórsson fyrir áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar og Eiríkur Snæbjörnsson fyrir Æðarvé.
20.11.2011 20:51
Flugskýli verður bátasafn
17. December, 2010
Áhugamannafélag um Bátasafn Breiðarfjarðar
hefur nýverið samið um kaup á gamla flugskýlinu
á Patreksfjarðarflugvelli. Um er að ræða skemmu
sem er ca 550 m2 með mænishæð 7.40m, og er
burðavirki úr timbri klætt með stáli. Til stendur að
taka skemmuna niður næsta vor og flytja hana til
Reykhóla þar sem hún verður reist aftur undir
starfsemi safnsins. Þetta viðbótarhúsnæði setur
okkur skrefi nær þeim markmiðum sem við
höfum sett okkur bæði í tengslum við
bátavernd og einnig mun betri aðstöðu vegna bátadaga sem haldnir eru árlega.
Í haust og vetur hefur verið unnið við nýjan varnargarð við höfnina hér á Reykhólum og er því verki nú ný lokið. Öll hafnaraðstaða gjörbreyttist til batnaðar og nú sjáum við nýja möguleika hjá okkur þar sem höfninn er orðin örugg fyrir veðri og vindum. Freistandi byggingarlóð fyrir nýju skemmuna okkar er á fyllingu sem gerð var innan við nýja
varnargarðinn og við höfum nú þegar fundað með oddvita og byggingarfulltrúa og
kynntum þeim okkar hugmyndir um starfsemi
í húsinu, með það markmið að fá að nýta
fyllinguna og var hugmyndum okkar mjög vel
tekið. Áætlað er að í öðrum enda hússins
verði smíðaverkstæði þar sem hægt verði að
taka inn stærri báta til viðgerðar. þó verður
særsti hluti hússins undir sýningarsvæði á
bátum sem bíða viðgerðar og þeim sem
þegar eru endursmíðaðir. Bátadagar sem eru orðnir árlegur viðburður og fjöldi fólks sækir, fá loks viðunandi aðstöðu og væntum við þess að þeir verði fluttir úr Staðarhöfn í nýju aðstöðuna við Reykhólahöfn það sem öll hafnaraðstaða er að verða til fyrirmyndar. Einnig eru uppi hugmyndir um að tengja starfsemina ferðaþjónustu á svæðinu og bjóða upp að siglingar um náttúruparadísina Breiðarfjörð á gömlum endurgerðum bátum sem eiga sögu á svæðinu og gefa fólki kost á að kynnast aðeins þessum samgöngumáta sem var lífsnauðsynlegur fyrir ábúendur eyjanna.
20.11.2011 20:51
Styrkveitingar
17. December, 2010
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga hefur Félag áhugamanna um stofnun Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum nú fengið úthlutað styrkjum úr tveimur sjóðum.
Þjóðhátíðarsjóður úthlutaði okkur 500.000 kr til áframhaldandi uppbyggingar safnsins og um síðustu helgi úthlutaði Menningarráð Vestfjarða félaginu 750.000 kr styrk til áframhaldandi uppbyggingar safnasvæðis í samvinnu við Byggðasafnið á Hnjóti.
Til gamans má geta þess að Þjóðhátíðarsjóður hefur nú styrkt starfemi okkar tvö ár í röð en í fyrra fengum við 1.000.000 kr í styrk frá þeim.
Viljum við þakka Þjóðhátíðarsjóði og Menningarráði Vestfjarða kærlega fyrir stuðninginn og ekki síst þá hvatningu sem þessi stuðningur veitir okkur.
20.11.2011 20:49
Björg leiðarvísir í bátasmíði.
13. October, 2010
Út er kominn leiðarvísir á mynddiski frá endursmíðinni
á feræringnum Björgu, öðru nafni Staðarskektunni . Fylgst
er með smíðinni frá kili að sjósetningu . Lag bátsins er
breiðfirskt og smíðin fór fram á Reykhólum 2006 - 2007 hjá
Félagi áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar. Smiðirnir
eru Hafliði Aðalsteinsson, Eggert Björnsson, Hjalti
Hafþórsson og Aðalsteinn Valdimarsson.. Myndefnið er
fjögurra klukkustunda langt á tveimur diskum, en því er
skipt í kafla eftir hlutum bátsins svo hægt að ,,fletta upp" á
auðveldan hátt, rétt eins og að spila allt saman. Þá má
skipta yfir á aðra hljóðrás með athugasemdum sem veita
aukreitis mikinn fróðleik. Hægt er að panta leiðarvísinn í
gegnum vefsíðuna www.gjola.is verð 6.5oo kr. Hvetjum alla
sem hafa hug á því að spreyta sig á bátasmíðum hvort sem
er nýsmíði eða endurgerð á gömlum bát að ná sér í frábæran fróðleik er lítur að öllum helstu verkþáttum og aðferðum til bátasmíða.
20.11.2011 20:48
Stjórn minjasafnsins að Hnjóti óskar eftir viðræðum.
23. September, 2010
Þann 17 sept. síðastliðinn barst Félagi áhugamanna um stofnun bátasafns Breiðafjarðar bréf frá stjórn minjasafsins að Hnjóti þar sem þeir óska eftir viðræðum vegna framtíðar varðveislu þeirra báta sem þar eru en þeir eru 11 talsins. Þetta er viðamikið verkefni sem unnið verður að nú á næstu vikum. Bátasafn Breiðafjarðar sem er staðsett á Reykhólum á nú þegar yfir 20 báta og ef fer sem horfir verður þetta kærkomin viðbót í safnið hjá okkur. Þess ber að geta að þeir aðilar sem standa að stofnun bátasafns Breiðafjarðar hafa nú þegar yfir að ráða 7 endurgerðum sjófærum bátum og sá 8 fer á flot á bátadögum næsta vor. Okkar markmið er að endurgera og sjósetja að nýju sem flesta báta í nýju hlutverki með það að markmiði að auka trébátaeign almennings sem við teljum bestu leiðina í varðveislu báta.
20.11.2011 20:46
Fyrsta námskeiði í verklegri bátasmíði lokið.
21. September, 2010
Um síðustu helgi eða þann 18 sept lauk fyrsta námskeiðinu í bátasmíði hjá okkur. Við vitum ekki til þess að samskonar námskeið hafi verið haldið áður en það er greinilegt að það er mikil þörf fyrir námskeið af þessu tagi. Eftir því sem ég kemst næst útskrifaðist síðasti nemandinn í trébátasmíði úr iðnskóla 1987 en eftir það hefur ekki verið boðið uppá þetta nám í iðnskólum sem kannski skýrir að hluta hvernig komið er fyrir þessari verkmenningu. Námskeiðið gekk vonum framar og mikill áhugi á vinnunni við bátana sögu þeirra og væntanlegu framhaldi á bátamálum hjá okkur. Vinnan við bátana var mikil og ætla ég að fara létt yfir það sem búið er að gera á námskeiðinu.
Baldur smíðaður í Hvallátrum 1938 smiður Valdimar Ólafsson.
Skipt um afturstefni og kjalsíður, komin 6 umför af 8 báðum megin, skipt út hluta af saxborðum aðeins farið í bönd.
Björk smíðuð í Hvallátrum 1936 smiður Valdimar Ólafsson
Skipt um efrihluta afturstefnis, skipt út 3 umförum að aftan, 2 umförum framan, talsvert endurnýjað af böndum, nýjar kempur og smíðaðir nýjir borðstokkar. Lítilega var farið yfir seglbúnað sem algengastur var á Breiðafirði á tíma árabátanna.
Þeir sem tóku þátt í námskeiðinu hjá okkur eru: Bjarni Sigurjónsson Reykjavík, Birkir Birgisson Hornafirði ,Hans Wíum Bragason Garði, Hilmir Bjarnasson Akranesi, Loftur Sigvaldasson Garði og Karl Gunnarsson Reykjavík. Viljum við þakka þeim fyrir frábæra samveru og við vonumst til þess að þetta verði byrjun á frekari samvinnu í frammtíðinni. Fleiri myndir eru komnar í albúmið okkar og jafnframt þær síðustu frá námskeiðinu.
20.11.2011 20:45
Óvænt heimsóka á námskeiðið.
17. September, 2010
Við fengum skemmtilega heimsókn til okkar á námskeiðið í byrjun vikunnar. Þeir gestir sem komu voru starfsmenn frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þau Smári Haraldsson forstöðumaður, María Ragnarsdóttir og Kristín Sigurrós Einarsdóttir, frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða Finnbogi Sveinbjörnsson formaður og síðan Harpa Lind Kristjánsdóttir frá Starfsendurhæfingu Vestfjarða. Þau skoðuðu vel bátana sem eru í viðgerð á námskeiðinu og var síðan spjallað bæði við leiðbeinendur og þátttakendur, um kvöldið var okkur boðið í kjötsúpu í matsal Reykhólaskóla. Námskeið hefur gengið vel og þátttakendur ánægðir. Búið er að bæta við myndum frá námskeiðinu í albúmið.
20.11.2011 20:44
Enn fjölgar þátttakendum.
13. September, 2010
Nú er fyrri vikunni af námskeiðinu lokið og öll vinna gengið mjög vel. Þátttakendum fjölgar enn svo það er skemmtileg vika framundan. Viðgerðir á bátunum eru enn á áætlun sem verður að teljast gott. Búið er að setja myndir í albúmið af undirbúningi fyrir námskeið og myndir af fyrri námskeiðsvikunni.
20.11.2011 20:42
Námskeið fer vel af stað.
9. September,
Endursmíðin á bátunum hefur gengið vonum framar, þátttakendur á námskeiðinu hafa sýnt þessu mikinn áhuga og eru fljótir að tileinka sér þau vinnubrögð sem fylgja endursmíðum á þessum gömlu bátum. Frá því á mánudag er komið nýtt afturstefni í Baldur ásamt kjalsíðum og þriðja umfar að detta í. Björkin er líka kominn með nýjan efrihluta afturstefnis og byrjað að byrða hana upp að nýju. Myndaalbúm af námskeiðinu verður sett hérna á síðuna hjá okkur á helginni.
20.11.2011 20:24
Viðhald og endursmíði gamalla trébáta.
Verklegt námskeið.
16. August, 2010
Námskeið um viðhald og endursmíði gamalla trébáta verður haldið á Reykhólum dagana 6 til 18 sept næstkomandi. Á námskeiðinu verður farið í viðgerð á 6,5m súðbyrtum vélbát. Áætlað er að námskeiðinu verði skipt upp í fjóra hluta á námskeiðstímanum og verður þannig.
6 til 8 sept. Skipt um afturstefni.
9 til 11 sept. Skipt um í byrðing.
12 til 14 sept. Höggvin bönd.
15 til 18 sept. Skipt um borðstokka.
Einnig verður fjallað um segl og reiðabúnað með gamla laginu.
Með því að skipta námskeiðinu upp í þessa fjóra hluta viljum við gefa þáttakendum kost á að velja sér þá verkhluta sem að þeir telja að nýtist sér best. Þátttakendur geta því valið einn verklið, komið síðan aftur í annan verklið ef þeir vilja. Aðeins verður greitt fyrir viðveru og getur þátttakandi því stýrt því hver kostnaðurinn verður.
Hver klukkustund kostar 1000 kr en þó að hámarki 8000 kr dagurinn.
Áhugasamir sem vilja smíða með okkur allan námskeiðstímann greiða fast verð. 60.000 kr.
Þátttakendur sjá sér fyrir fæði og gistingu á námskeiðstímanum.
Möguleikar á gistingu eru t.d tjaldstæði fyrir fellihýsi og hjólhýsi, gistiheimilið Álftaland, Bjarkarlundur og einnig er bændagisting á svæðinu.
Skráning á [email protected] Vinsamlegast skráið nafn, heimilisfang og síma og þann hluta námskeiðsins sem þið kjósið að nýta ykkur.