20.11.2011 20:54
Stefnt að opnun nýrrar sýningar í vor.
1. January, 2011
Vinna við undirbúning að opnun nýrrar sýningar í húsnæðinu okkar hér á Reykhólum er komin í fullan gang. Áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar og Reykhólahreppur ásamt fulltrúa frá Æðarvéum hafa nú sett saman þriggja manna nefnd til að vinna að þessum málum. Hlutverk nefndarinnar er að setja saman hugmyndir að nýrri sameinlegri sýningu í safnahúsinu sem tekur yfir hlunnindanitjar ásamt bátasmíðar á Breiðafirði svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er að því að opna millivegg sem hefur skilið að sýningarnar hingað til og sett upp ein heildstæð sýning. Einnig er þessari nefnd ætlað að leggja fram tillögur að framtíðar stefnumótun um aðkomu Reykhólahrepps í safnamálum. Þeir sem sitja í nefndini eru Eiríkur Kristjánsson fyrir Reykhólahrepp Hjalti Hafþórsson fyrir áhugamannafélag um bátasafn Breiðafjarðar og Eiríkur Snæbjörnsson fyrir Æðarvé.