20.11.2011 20:51

Styrkveitingar

17. December, 2010

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga hefur Félag áhugamanna um stofnun Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum nú fengið úthlutað styrkjum úr tveimur sjóðum.

Þjóðhátíðarsjóður úthlutaði okkur 500.000 kr til áframhaldandi uppbyggingar safnsins og um síðustu helgi úthlutaði Menningarráð Vestfjarða félaginu 750.000 kr styrk til áframhaldandi uppbyggingar safnasvæðis í samvinnu við Byggðasafnið á Hnjóti.

Til gamans má geta þess að Þjóðhátíðarsjóður hefur nú styrkt starfemi okkar tvö ár í röð en í fyrra fengum við 1.000.000 kr í styrk frá þeim.

Viljum við þakka Þjóðhátíðarsjóði og Menningarráði Vestfjarða kærlega fyrir stuðninginn og ekki síst þá hvatningu  sem þessi stuðningur veitir okkur.