20.11.2011 20:49

Björg leiðarvísir í bátasmíði.

13. October, 2010

    Út er kominn leiðarvísir á mynddiski frá endursmíðinni
 á feræringnum  Björgu, öðru nafni  Staðarskektunni .  Fylgst  
 er með smíðinni frá kili  að sjósetningu . Lag bátsins er 
 breiðfirskt og smíðin fór fram á  Reykhólum 2006 - 2007 hjá 
 Félagi áhugamanna um Bátasafn  Breiðafjarðar.  Smiðirnir
 eru Hafliði  Aðalsteinsson, Eggert  Björnsson, Hjalti 
 Hafþórsson og Aðalsteinn Valdimarsson..  Myndefnið  er 
 fjögurra klukkustunda langt á tveimur diskum,  en því er
 skipt í kafla eftir hlutum bátsins svo hægt að ,,fletta upp" á 
 auðveldan  hátt,  rétt eins og að spila allt saman.   Þá má 
 skipta yfir á aðra  hljóðrás með athugasemdum sem veita 
 aukreitis mikinn fróðleik. Hægt er  að panta leiðarvísinn í 
 gegnum vefsíðuna
www.gjola.is  verð 6.5oo kr.  Hvetjum alla 
 sem hafa hug á því að spreyta sig á bátasmíðum hvort sem 
 er  nýsmíði eða endurgerð á gömlum bát að ná sér í frábæran fróðleik er lítur að öllum helstu verkþáttum og aðferðum til bátasmíða.