20.11.2011 20:48
Stjórn minjasafnsins að Hnjóti óskar eftir viðræðum.
23. September, 2010
Þann 17 sept. síðastliðinn barst Félagi áhugamanna um stofnun bátasafns Breiðafjarðar bréf frá stjórn minjasafsins að Hnjóti þar sem þeir óska eftir viðræðum vegna framtíðar varðveislu þeirra báta sem þar eru en þeir eru 11 talsins. Þetta er viðamikið verkefni sem unnið verður að nú á næstu vikum. Bátasafn Breiðafjarðar sem er staðsett á Reykhólum á nú þegar yfir 20 báta og ef fer sem horfir verður þetta kærkomin viðbót í safnið hjá okkur. Þess ber að geta að þeir aðilar sem standa að stofnun bátasafns Breiðafjarðar hafa nú þegar yfir að ráða 7 endurgerðum sjófærum bátum og sá 8 fer á flot á bátadögum næsta vor. Okkar markmið er að endurgera og sjósetja að nýju sem flesta báta í nýju hlutverki með það að markmiði að auka trébátaeign almennings sem við teljum bestu leiðina í varðveislu báta.