20.11.2011 20:45
Óvænt heimsóka á námskeiðið.
17. September, 2010
Við fengum skemmtilega heimsókn til okkar á námskeiðið í byrjun vikunnar. Þeir gestir sem komu voru starfsmenn frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þau Smári Haraldsson forstöðumaður, María Ragnarsdóttir og Kristín Sigurrós Einarsdóttir, frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða Finnbogi Sveinbjörnsson formaður og síðan Harpa Lind Kristjánsdóttir frá Starfsendurhæfingu Vestfjarða. Þau skoðuðu vel bátana sem eru í viðgerð á námskeiðinu og var síðan spjallað bæði við leiðbeinendur og þátttakendur, um kvöldið var okkur boðið í kjötsúpu í matsal Reykhólaskóla. Námskeið hefur gengið vel og þátttakendur ánægðir. Búið er að bæta við myndum frá námskeiðinu í albúmið.