20.11.2011 20:42

Námskeið fer vel af stað.

9. September,




Endursmíðin á bátunum hefur gengið vonum framar,  þátttakendur á námskeiðinu hafa sýnt þessu mikinn áhuga og eru fljótir að tileinka sér þau vinnubrögð sem fylgja endursmíðum á þessum gömlu bátum.  Frá því á mánudag er komið nýtt afturstefni í Baldur ásamt kjalsíðum og þriðja umfar að detta í. Björkin er líka kominn með nýjan efrihluta afturstefnis og byrjað að byrða hana upp að nýju. Myndaalbúm af námskeiðinu verður sett hérna á síðuna hjá okkur á helginni.