20.11.2011 20:24

Viðhald og endursmíði gamalla trébáta.

 Verklegt námskeið.

16. August, 2010

  Námskeið um viðhald og endursmíði gamalla trébáta verður haldið á Reykhólum dagana 6 til 18 sept næstkomandi. Á námskeiðinu verður farið í viðgerð á 6,5m súðbyrtum vélbát. Áætlað er að námskeiðinu verði skipt upp í fjóra hluta á námskeiðstímanum og verður þannig.

6 til 8 sept.  Skipt um afturstefni.
9 til 11 sept.  Skipt um í byrðing.
12 til 14 sept.  Höggvin bönd.
15 til 18 sept.  Skipt um borðstokka.
Einnig verður fjallað um segl og reiðabúnað með gamla laginu.

Með því að skipta námskeiðinu upp í þessa fjóra hluta viljum við gefa þáttakendum kost á að velja sér þá verkhluta sem að þeir telja að nýtist sér best. Þátttakendur geta því valið einn verklið, komið síðan aftur í annan verklið ef þeir vilja. Aðeins verður greitt fyrir viðveru og getur þátttakandi því stýrt því hver kostnaðurinn verður.

Hver klukkustund kostar 1000 kr en þó að hámarki 8000 kr dagurinn.

Áhugasamir sem vilja smíða með okkur allan námskeiðstímann greiða fast verð. 60.000 kr.

Þátttakendur sjá sér fyrir fæði og gistingu á námskeiðstímanum.

Möguleikar á gistingu eru t.d tjaldstæði fyrir fellihýsi og hjólhýsi, gistiheimilið Álftaland, Bjarkarlundur og einnig er bændagisting á svæðinu.

Skráning á  [email protected] Vinsamlegast skráið nafn, heimilisfang og síma og þann hluta námskeiðsins sem þið kjósið að nýta ykkur.