20.11.2011 20:11

Bátadagar 2.-4. júlí 2010

8. Juní, 2010

 Þá er aftur komið að bátadögum.  Áætlað er að fara frá Stað kl. 9 .00 á laugardagsmorgun þann 3. júlí.  Æskilegt er að formenn báta komi með báta sýna föstudaginn 2. júlí.   Siglt verður út í Sviðnur stoppað þar í einn til tvo tíma þaðan er siglt með fram Skáleyjalöndum og Látralöndum norður úr Breiðasundi milli Sprókseyja og Véleyjar sunnan við Svefneyjaklofning og til Flateyjar .

Bátarnir safnast saman við Hrólfsklett og fara þaðan í röð út Hafnarsund út að eyjarenda í Flatey og til baka inn Hafnarsund til að fólk í Flatey geti fylgst með, vonandi verður góður tími í Flatey til að skoða eyna eða leika sér á bátunum.

Farið verður frá Flatey kl. 11 á sunnudagsmorgun til Hergilseyjar og þaðan sem leið liggur meðfram Hvallátrum og Skáleyjum að Stað.

Bátseigendur eða áhöfn þarf að sjá um að björgunarvesti og annan öryggisbúnaður sé í bátnum, koma með nesti fyrir helgina og annað sem hún telur sig þurfa ásamt tjaldi því gist verður á tjaldsvæði í Flatey

Í nokkrum bátum verða menn sem rata þá leið sem við förum , mikilvægt er að formenn sem lítið rata fylgi hinum og fari í kjölfarið, ekki til hliðar við þá því hluti af leiðinni er um þröng sund, kannski tvær til þrjár bátsbreiddir.

Kortinn hér fyrir neðan eru af siglingarleiðum  helgarinnar, rauða línan er sigling laugardagsins, en græna línan er sigling sunnudags. Við völdum að setja siglingarleiðina á þrjú kort  til að sína leiðirnar betur.

Kort 1

Kort 2

Kort 3

Vegna öryggismála er nauðsynlegt að þátttakendur skrái sig í ferðina.  Skráning fer fram á á netpósti [email protected] 

Koma þarf fram nafn báts, nafn formanns og fjöldi farþega í bát.  Vinsamlegast skráið ykkur tímanlega.  Hlökkum til að sjá ykkur.