18.11.2011 14:07

Bátadagar 2009 ákaflega vel heppnaðir.

14. July, 2009



Um síðust helgi fóru fram Bátadagar 2009 á Reykhólum.  Það er áhugamannahópur um stofnun Bátasafns Breiðarfjarðar sem stendur að Bátadögum og var fjölmenn þátttaka í ár.  Hópur yfir 100 manns hélt úr höfn frá Stað á um 20 trébátum.  Siglt var í blíðskapar veðri um Breiðafjörðinn eins og dagskrá sagði til um.   Hópurinn fékk frábærar móttökur í eyjunum og slegin var upp matarveisla í Skáleyjum að hætti þeirra og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.  Áhugamannahópurinn vill þakka öllum þátttakendum fyrir frábær viðkynni, yndislega siglingu og vonast til að sjá sem flesta aftur að ári.

Á myndasíðu eru myndir úr ferðinni.

Með bestu kveðju,

Hjalti Hafþórsson Hvalfjarðarsveit.