Bátasmíði.is |
|||||||
28.06.2023 11:20Bátadagar 2023 - falla niðurBátadagar Bátasafns Breiðafjarðar falla niður í ár. Stefnum að Bátadögum að ári. 30.09.2022 12:37Bátasmíðanámskeið á SiglóNÁMSKEIÐ: Bátavernd og viðgerð gamalla trébáta Síldarminjasafn Íslands stendur fyrir námskeiði um bátavernd og viðgerð gamalla trébáta vikuna Unnið verður að viðgerð tveggja báta sem varðveittir eru í Gamla Slippnum sem er kjörinn vettvangur til námskeiðshalds, en um er að ræða verkstæði frá árinu 1934, sem komst í eigu Síldarminjasafnsins árið 2011. Þar er að finna gömul verkfæri og trésmíðavélar til bátasmíða sem nemendur notast við á meðan námskeiðinu stendur. Sem dæmi má nefna stóran amerískan þykktarhefil og bandsög sem eru orðin hundrað ára gömul, og enn í notkun. Meðal markmiða Síldarminjasafnsins er að standa vörð um forna þekkingu á smíði opinna tréskipa á Íslandi og er námskeiðið skipulagt í samræmi við samning safnsins við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Námskeið sem þessi hafa verið haldin árlega frá árinu 2016 en að auki voru haldin námskeið á árunum 2009 – 2012 og má rekja upphaf þeirra til samstarfsverkefnis Síldarminjasafnsins við Bátaverndarmiðstöðina í Gratangen í Norður Noregi. Alla jafna hafa námskeiðin verið bæði vel sótt og vel heppnuð. Nemendur fá tækifæri til að vinna með höndunum að viðgerðum súðbyrtra báta og fá með þeim hætti góða tilfinningu fyrir viðfangsefninu. Einn nemanda á bátasmíðanámskeiði haustið 2021 gaf námskeiðinu afar góða umsögn og sagði: "Á þessu námskeiði var unnið með höndunum undir leiðsögn meistara, hans Hafliða, og lærlings hans Einars. Einstöku sinnum sækir maður námskeið eða vinnur skólaverkefni sem kennir manni meira en heil önn í hefðbundnu námi. Þetta var einmitt svoleiðis. Takk kærlega fyrir mig!"
07.07.2022 19:49Bátadagar 2022Bátadagar voru haldnir þann 16 júlí og tókust mjög vel.
Myndir frá ferðinni má sjá hér:
https://www.facebook.com/photo/?fbid=10224466270462326&set=pcb.10224466252381874 https://www.facebook.com/shaukur/videos/1677900219262381 https://www.facebook.com/shaukur/videos/2578625045601971 https://www.facebook.com/shaukur/videos/458572449059732 Skrifað af Sigurður Bergsveinsson 22.06.2022 02:59Bátadagar 2022Bátadagar á Breiðafirði 9 júlí 2022 Allar gerðir báta velkomnar
Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, gengst nú fyrir bátahátíð á Breiðafirði í fimmtánda sinn 9 júlí nk. Núna verður farið til Hvalláturs þar sem rekin var afkastamikil bátasmíðastöð fram á sjöunda áratug síðustu aldar. Þar hefur teinæringurinn Egill verið geymdur allt frá árinu 1940 er hætt var að nota hann og honum lagt. Fróðleik um Egil og fleiri báta er að finna í munaskrá félagsins sem geymd er hér: http://batasmidi.is/files/
Föstudagur 8. júlí. Safnast saman. Ráðgert er að þáttakendur safnast saman á Reykhólum föstudaginn 8 júlí. Flóð er um kl. 14 og þá er gott að setja bátana niður í höfninni fyrir þá sem koma með bátana landleiðina. Einnig er hægt að sjósetja báta í höfninni við Stað á Reykjanesi.
Laugardagur 9. júlí. Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um kl. 9 og áformað er að sigla um s.k. Staðareyjar. Við Stað koma þeir, sem þaðan fara, til móts við þáttakendur (um kl. 10) og síðan er siglt áleiðis um Skáleyjalönd og til Hvalláturs. Staðarhaldarar í Hvallátrum munu kynna þáttakendum það starf sem þar fer fram en þar er stunduð æðarrækt og dúntekja. Einnig mun Egill verða skoðaður og saga hans sögð. Ráðgert er síðan að koma til baka seinni partinn.
Svæðið sem siglt verður um.
Að sjálfsögðu ráða aðstæður, sjávarföll og veður, mestu um hvernig siglingin verður og áætlunin getur því breyst ef aðstæður krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð.
Formaður hvers báts er ábyrgur fyrir því að nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð. Vinsamleg tilmæli eru að þáttakendur verði með bjargbelti og að sem flestir bátar séu búnir björgunarbátum.
Allir bátar eru velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi.
Mjög góð aðstaða fyrir báta er á Reykhólum og einnig er mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn í Reykhólasveit. Sjá nánar hér: http://www.reykholar.is/. Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum er opin 11-18 alla daga nema sunnudaga. Finna má fróðleik úr starfi félagsins og myndir frá fyrri bátadögum hér: http://batasmidi.is/
Frekari upplýsingar veita: Hafliði Aðalsteinsson s. 898-3839 og Sigurður Bergsveinsson s. 893-9787 Skrifað af Sigurður Bergsveinsson 13.10.2021 14:40Viðurkenningar fyrir störf á sviði sjó- og strandminja Í
dag, 11. október 2021, veitir Samband íslenskra sjóminjasafna þremur valinkunnum
mönnum viðurkenningu fyrir farsæl störf á sviði sjó- og strandminja um áratuga
skeið. Þessir menn hafa starfað hver á sínu sviði en allir skilað sérlega
drjúgu og merku lífsverki. Þetta eru Geir Hóm, Hafliði Aðalsteinsson og Þór
Magnússon. Geir Hólm varð
safnstjóri Sjóminjasafns Austurlands á Eskifirði árið 1982 og starfaði við
safnið til 75 ára aldurs, til ársins 2008 eða í 26 ár. Hann var meðal annars
ötull við söfnun sjóminja á þeim tíma og gerði safnið að einu af merkustu
sjóminjasöfnum landsins. Einnig lagði hann mikið af mörkum til varðveislu
gamalla báta og ýmissa sögulegra mannvirkja á Austurlandi, meðal annars vitans
á Dalatanga og tveggja af elstu húsum Eskifjarðar, Jensenshúss og
Randulfssjóhúss. Hafliði Aðalsteinsson
hefur verið starfandi tréskipasmiður alla tíð, lærði fyrst hjá föður sínum og nam
síðar við Iðnskólann í Reykjavík. Hann hefur smíðað nokkurn fjölda báta og
einnig og ekki síst unnið að viðgerð og endurgerð eldri báta. Hafliði var stofnfélagi og í forystu fyrir Félag áhugamanna um
Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum sem sett var á stofn árið 2006. Félagið
byggir á gjöf föður Hafliða, sem gaf þrjá báta og öll sín tæki til safnsins. Þá
hefur Hafliði verið óþreytandi við að efla þekkingu á skipasmíðum og haldið
fjölda námskeiða í skipasmíði í samastarfi við IÐUNA fræðslusetur, m.a. í
Reykjavík og á Reykhólum. Þór Magnússon var
þjóðminjavörður á árunum 1968-2000. Eitt af þeim sviðum sem hann lét sig miklu
varða var sjóminjar og bátavarðveisla. Var hann þar á margan hátt brautryðjandi
því að Þjóðminjasafnið og byggðasöfnin höfðu sýnt meiri áhuga á sveitamenningu
fyrri tíðar en minjum um sjósókn og siglingar. Í tíð Þórs hófst til að mynda
markviss söfnun á gömlum bátum en þá voru söfnin á Íslandi ekki farin að sinna
því svo heitið gæti. Þá má nefna hlut Þórs í að koma upp Sjóminjasafni Íslands
í Hafnarfirði. Safnið markaði spor á sínum tíma þótt það starfaði í aðeins 15
ár. Helgi
Máni Sigurðsson formaður SÍS Skrifað af Sigurður Bergsveinsson 07.10.2021 10:02Verndun bátaarfsinsVerndun bátaarfsins. Punktar úr starfi FÁBBR.
Skrifað af Sigurður Bergsveinsson 14.06.2021 09:50Viðgerð á Sindra![]() Um
helgina var Sindri færður úr uppsátri sínu og í hús Báta- og
hlunnindasýningarinnar á Reykhólum þar sem Hafliði Aðalsteinsson,
skipasmíðameistari og formaður sýningarinnar, mun vinna að viðgerð bátsins. Hafliði
mun verða á svæðinu nú í júnímánuði á miðviku- og fimmtudögum á opnunartíma sýningarinnar
sem er kl. 11-18. Tilkynnt verður seinna um viðveru Hafliða í júlí og ágúst. Upplagt
fyrir alla áhugasama um verndun bátaarfsins að bregða sér til Reykhóla og kynnast
vinnubrögðunum. Viðgerðin er styrkt af Fornminjasjóði, https://www.minjastofnun.is/sjodir/fornminjasjodur/styrkuthlutanir/2021/ Sjá myndir í myndaalbúmi : http://www.batasmidi.is/photoalbums/294794/ Skrifað af Sigurður Bergsveinsson 16.04.2021 10:12Tjaldur BA - Viðgerð![]() Tjaldur
BA68, skipaskrárnúmer 5668, var smíðaður árið 1955 af Bátasmíðastöð
Breiðfirðinga, sem varð að Bátalóni hf., árið 1956. Báturinn er súðbyrðingur með innfelldu stefni. Skráð lengd er 9,45 metrar og brl.; 7,7 Eigandi Tjalds er Ingvi Óskar Bjarnason, Arnórsstöðum-Neðri á Barðasrrönd og hefur hann gert hann út sem krókaaflamarksbát frá Brjánslæk frá 1980. Báturinn hét upphaflega Sigursæll RE 219 í Reykjavík en verður 1967 Sigursæll BA 219 á Reykhólum, 1969 Sigursæll ÁR 47 í Þorlákshöfn, 1975 Sigursæll ÁR 47 í Reykjavík, 1976 Sigursæll ÁR 47 á Selfossi, 1977 Fengur RE51 í Reykjavík, 1979 Guðný HF 68 og frá 1980 Tjaldur BA 68. Viðgerð á bátnum var framkvæmd 2020-2021 af Hafliða Aðalsteinssyni skipasmíðameistara og formanni Bátasafns Breiðafjarðar, ásamt Eggerti Björnssyni bátsmið og Einari Jóhanni Lárussyni skipsmíðanema. Báturinn var fluttur til Reykjavíkur í lok árs 2020 og töluvert þurfti að hafa fyrir því að koma honum inn í hús, settir voru s.k. skautar undir bátinn og hann dreginn inn með bíl og einnig spilaður með trissum. Vinna við viðgerðina hófst svo í byrjun desember 2020 og lauk henni í lok mars 2021. Eftirfarandi var framkvæmt. Skipt var um meginhluta botns og síðum bátsins og fóru um 80 metrar af byrðingsborðum í það. Það lætur nærri að vera um 35% af byrðingnum. Sett í 7 ný bönd og 6 ný botnbönd (Bunkastokkar) Vélin var tekin úr og undirstöðu hennar lagfærðar. Smíðað var nýtt gólf í vélarrúm. Skipt um þilfar umhverfis stýrishús. Gert var við klæðningu á stýrishúsi. Vél sett niður og frágengin. Báturinn var síðan bikaður og málaður og málaður að hluta. Myndir í myndaalbúmi. http://www.batasmidi.is/photoalbums/294578/
Skrifað af Sigurður Bergsveinsson 28.03.2021 10:20Styrkur frá Fornminjasjóði 2021Súðbyrðingurinn
Sindri endurbættur. Hafliði Aðalsteinsson og Guðmundur Theódórsson á Sindra 2015 Okkur er ánægja að geta sagt frá að
við úthlutun úr Formninjasjóði þann 25. mars 2021, var FÁBBR veittur styrkur, að
upphæð 2.000.000 kr. til að framkvæma endurbætur á Sindra sem er rúmlega 7
metra langur súðbyrðingur smíðaður árið 1936 í Hvallátrum á Breiðafirði. Svona styrkur er ómetanlegur stuðningur við okkar starf við að vernda Breiðfirska bátaarfinn og kunnum Fornminjasjóði og
Minjastofnun bestu þakkir fyrir. Ráðgert er að vinna að viðgerðinni í
Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum
sumarið 2021 og mun Hafliði Aðalsteinsson skipasmíðameistari, formaður
FÁBBR, stýra framkvæmd hennar. Hér er um að ræða upplagt
tækifæri til að heimsækja Reykhóla og sjá handverk breiðfirskra skipasmiða á lifandi
safni. Við munum auglýsa betur hvenær
unnið verður að viðgerðunum þegar nær dregur. Hér að neðan eru krækjur á ýmsan fróðleik. Fornminjasjóður 2021: https://www.minjastofnun.is/sjodir/fornminjasjodur/styrkuthlutanir/2021/ Fróðleikur um Sindra. http://batasmidi.is/blog/2015/09/29/737118/ Myndir af Sindra: http://batasmidi.is/photoalbums/274830/ Bátasafn Breiðafjarðar: http://www.reykholar.is/stjornsysla/stofnanir/Batasafn_Breidafjardar/ Heiðursiðnaðarmenn 2020: http://batasmidi.is/blog/yearmonth/2020/04/ Skrifað af Sigurður Bergsveinsson 29.06.2020 20:51Bátadagar 2020Bátadagar á Breiðafirði 4 júlí 2020 Allar
gerðir báta velkomnar Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum,
í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum, gengst nú fyrir
bátahátíð á Breiðafirði í þrettánda sinn 4 júlí nk. Allar gerðir báta velkomnar, ekki bara trébátar.
Föstudagur 3. júlí. Safnast saman. Ráðgert er að þáttakendur safnast saman á Reykhólum
föstudaginn 3 júlí. Flóð er um kl. 18 og þá er gott að setja bátana niður í
höfninni fyrir þá sem koma með bátana landleiðina. Laugardagur 4. júlí. Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um kl. 9-10
og áformað er að sigla um s.k. Reykhólaeyjar sem eru innan við Reykhóla fyrir
minni Beru- og Króksfjarðar. Ráðgert er að koma til baka seinni partinn. Háflóð
er um kl. 19 og þá er hentugt að taka bátana upp. Svæðið sem
siglt verður um. Að sjálfsögðu ráða aðstæður, sjávarföll og veður,
mestu um hvernig siglingin verður og áætlunin getur því breyst ef aðstæður
krefjast. Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við
Breiðafjörð. Formaður hvers báts er ábyrgur fyrir því að
nauðsynlegur öryggisbúnaður sé fyrir hendi um borð. Vinsamleg tilmæli eru að
þáttakendur verði með bjargbelti og að sem flestir bátar séu búnir
björgunarbátum. Allir bátar eru velkomnir og við viljum
hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega
umhverfi. Mjög góð aðstaða fyrir báta er á Reykhólum og einnig
er mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn í Reykhólasveit. Sjá nánar hér: http://www.reykholar.is/ Báta- og hlunnindasýningin verður opin og vafalaust
hafa þáttakendur áhuga á að skoða hana. Sjá má fróðleik úr starfi félagsins og
myndir frá fyrri bátadögum hér: http://batasmidi.is/ Frekari upplýsingar veitir: Hafliði Aðalsteinsson,
formaður félagsins, s. 898-3839 Myndir og myndbönd úr ferðinni má sjá hér: http://www.batasmidi.is/photoalbums/293710/ http://batasmidi.is/photoalbums/293755/ https://www.facebook.com/goddur55/media_set?set=a.10158682576771907&type=3
Skrifað af Sigurður Bergsveinsson 01.04.2020 10:35Heiðursiðnaðarmenn 2020Hjónin Jófríður Benediktsdóttir, kjóla- og klæðskerameistari, og Hafliði Aðalsteinsson, skipasmíðameistari, voru útnefnd sem heiðursiðnaðarmenn ársins 2020 á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fyrir einstakt framlag til íslenskrar þjóð- og iðnmenningar. Jófríður Benediktsdóttir er kjóla- og klæðskerameistari og BA í listfræði með þjóðfræði sem aukagrein, og Hafliði Aðalsteinsson er skipasmíðameistari og húsasmiður. Þau hafa bæði, hvort á sinn hátt, haldið uppi og miðlað áfram iðnþekkingu sem skipar mikilvægan sess í menningarsögu okkar Íslendinga. Jófríður hefur um árabil haldið uppi heiðri íslenska þjóðbúningsins og kennt námskeið þjóðbúningagerð og Hafliði er bátasmiður langt aftur í ættir og hefur miðlað þeirri þekkingu og sögu áfram. 31.01.2020 18:58Kristján kominn heim.Kristján SH. Skipaskrárnúmer 647. Báturinn var
smíðaður árið 1961 í Skipasmíðastöðinn hf. í Stykkishólmi og yfirsmiður var Kristján
Guðmundsson (Stjáni Slipp) framkvæmdastjóri Skipasmíðastöðvarinnar. Þorsteinn
Þorsteinsson skipasmíðameistari á Akureyri teiknaði bátinn. Báturinn er plankabyggður
eikarbátur og þegar mælibréfið er gefið út í október 1961 er báturinn skráður 13,30 m. á lengd, 4,0 m. á breidd og 1,8 m. á
dýpt og 20,90 brl. og vél Caterpillar 180
ha. Báturinn
er afar vandaður vel viðaður og vel byggður og ber meisturum sínu fagurt vitni.
Báturinn er heill og búið er að skoða hann og meta vel hæfan til viðgerðar. Báturinn
var smíðaður fyrir Gísla Kristjánsson og fleiri í Grundarfirði. Í febrúar árið
1965 kaupir Norðri hf í Flatey bátinn og er hann notaður sem flóa- og
fiskibátur og fær nafnið Konráð BA 152 árið 1968. Árið 1972 er báturinn seldur
til Skagastrandar og þá er sett á hann það hús sem enn er á honum. Þá fær hann
nafnið Helga Björg HU 7. Báturinn var gerður út sem fiskibátur frá Skagaströnd.
Árið 1995 er báturinn seldur til Hafnarfjarðar og hlaut nafnið Reginn HF. Hann
var síðan gerður út lengi frá Þorlákshöfn. Árið 2005 var hann skráður í
Grundarfirði sem Sindri SH 121. Árið 2006 var hann skráður sem Gæskur KÓ. Síðan
hefur báturinn ekki verið notaður og síðustu árin hefur hann staðið á landi og
beðið örlaga sinna. Nú
á haustdögum 2019 leysti Kópavogsbær bátinn til sín og áformaði að farga honum.
Sigurjón Jónsson, stjórnarformaður Skipavíkur í Stykkishólmi, hefur nú ákveðið
að koma að verndun bátsins og í framhaldinu afsalaði Kópavogsbær bátnum til Bátasafns
Breiðafjarðar. Fyrsta skrefið á þeirri braut verndunar er að báturinn var
fluttur í lok janúar 2020 til Stykkishólms þar sem honum verður komið í geymslu
og reynt að koma í veg fyrir frekari skemmdir á honum. Vonir
standa til að báturin verði seinna endurbyggður í upprunalegri mynd og honum
fundið hlutverk til framtíðar. Ýmsar
myndir og gögn má finna hér: http://batasmidi.is/photoalbums/292925/
Skrifað af Sigurður Bergsveinsson 23.11.2019 10:36Ólafur (Skagfjörð) SH 147Saga Ólafs. Báturinn er smíðaður
árið 1885 í Bjarneyjum. Hvergi í skráðum heimildum er smiður bátsins nefndur en
ekki er öðrum til að dreifa en Bergsveini Ólafssyni (1839-1899). Bergsveinn var
bóndi (1870-1899) og skipasmiður í Bænum í Bjarneyjum og mikill afkastamaður á
því sviði. Ólafur
er skráður fyrst í skipaskrá 20.11.1908. Þar eru þessar upplýsingar skráðar: Nafn:
Ólafur, Umdæmisnúmer: SH 147, Gerð: Árabátur 8 árar, áttæringur, Veiðarfæri:
Lóðir, Stærð: Brl. 2,54 Lengd 24 fet (8 m), Breidd 6 fet (2 m), Dýpt 3
fet (1 m), Smíðastaður og ár: Bjarneyjar 1885, Efni: Fura, Áhöfn:
9 menn, Eigandi: Kristrún Eyjólfsdóttir, ekkja, Sandi (Hellissandi),
Formaður: Sigurður Þorsteinsson, tómtshúsmaður, Sandi. Kristrún
Eyjólfsdóttir (1838-1922), sem er eigandi bátsins við skráninguna 1908, var
laundóttir Eyjólfs "Eyjajarls" Einarssonar (1784-1865) í Svefneyjum. Maður
Kristrúnar var Þorsteinn Jónsson (1838-1873) og bjuggu þau frá árinu 1863 í
Innstubúð í Bjarneyjum. Þeim búnaðist vel og eignuðust 9 börn. Þau misstu 5
börn í æsku, en 4 komust upp. Þorsteinn maður Kristrúnar lést eftir stutta legu
einungis 34 ára að aldri árið 1873. Eftir lát Þorsteins kom bróðir hans
Sigurður Jónsson (1841-1906) til Kristrúnar, sem ráðsmaður.[1]
Sigurður var nefndur "Stormur" og stundaði róðra undir Jökli á vetrarvertíð.
Þann 20.2.1885 fór Sigurður úr Bjarneyjum með tvo báta áleiðis út á Sand til
róðra. Eggert Þorsteinsson (1864-1898), sonur Kristrúnar, stýrði öðrum bátnum
en Sigurður hinum. Þegar þeir voru komnir út undir Rif hvolfir bátnum, sem
Eggert stýrði, skyndilega. Náðu menn að bjarga Eggerti, en þrír menn drukknuðu.
Eftir slysið gekkst Ólafur Skagfjörð (1851-1887), kaupmaður í Flatey, fyrir
samskotum fyrir nýjum báti fyrir Sigurð, með þeim árangri að Sigurður fékk
nýjan og vandaðan bát[2].
Í þakklætisskyni skýrði Sigurður bátinn, Ólaf Skagfjörð. Móðir
Bergsveins Ólafssonar, sem smíðaði bátinn, var Björg Eyjólfsdóttir (1815-1899)
í Sviðnum, og hann var því systursonur Kristrúnar og nánast jafnaldri hennar og
nágranni í Bjarneyjum. Báturinn
var í daglegu tali nefndur Ólafur og er skráður með því nafni árið 1908 þegar
hann er fyrst skráður. Sigurður réri á Ólafi frá Sandi á vetrarvertíðum. Sonur
Kristrúnar, Sigurður Þorsteinsson (1869-1922), réri með Sigurði frænda sínum á
Ólafi. Um aldamótin flytjast þau Kristrún og Sigurður alfarið út á Hellissand
og setjast að í Hallsbæ og þar deyr Sigurður árið 1906. Pétur
(Maríus Guðlaugur) Guðmundsson (1886-1965) Ártúni á Hellissandi, kaupir bátinn
fyrir 1911. Í Breiðfirzkum sjómönnum er sagt frá sjóferð árið 1911 þegar Pétur
lendir í norðanáhlaupi þegar hann er á bátnum ásamt áhöfn sinni í róðri
framundan Brimnesi sem er utan við Hellissand. Mið þessi eru nefnd "Svaða".
Pétur varð að hætta að draga línuna og hleypa undan veðrinu. Einn af hásetum
Péturs var Sigurður Pétursson sonur Kristrúnar og fékk Pétur Sigurð til að taka
við stjórn bátsins vegna mikillar reynslu hans. Eftir töluverða svaðilför náðu
þeir að lenda í Skarðsvík.[3]
Pétur
lætur endurbyggja bátinn á árunum 1925-27 og þá er sett vél í bátinn. Vélin var
af gerðinni Red Wing, 2 cyl. amerísk bensínvél. Næsta
færsla í skipaskrá er gerð 11.8.1932 og þá lítur skráningin út svona: Nafn:
Ólafur, Umdæmisnúmer: SH 147, Gerð: Opinn vélbátur, Veiðarfæri:
Lóðir, Stærð: Brl. 2,6 Lengd 23,7 fet (7,9 m), Breidd 6 fet (2 m),
Dýpt 3,1 fet (1,03 m), Smíðastaður og ár: Umbyggður á Sandi 1925-1927, Efni:
Fura, Áhöfn: 4 menn, Eigandi: Pétur Guðmundsson, Sandi
(Hellissandi) og Helga Vermundsdóttir Sandi, Formaður: Pétur
Guðmundsson, Sandi. Árið
1940 óskar Haraldur (Jóhann) Guðmundsson (1899-1962) eftir skráningu bátsins þannig að sennilega hefur hann keypt
bátinn um það leiti. Haraldur
réri bátnum frá Krossavík og einnig frá Rifi. Eftir
lát Haraldar 1962 gaf ekkja hans Elín Oddsdóttir (1901-1990) og fjölskylda
Sjóminjasafninu á Hellissandi bátinn. Á
haustmánuðum 2019 hóf Hafliði Aðalsteinsson, skipasmíðameistari og formaður
Bátasafns Breiðafjarðar, endursmíði bátsins. Þess má geta að Bergsveinn
Ólafsson var langalangafi Hafliða. Með Hafliða við endursmíðina eru Eggert
Björnsson bátasmiður og Einar Jóhann Lárusson, trésmiður og nemi í bátasmíði. Ráðgert
er að báturinn verði gerður sjófær. Efnið í kjöl og stefni var
fengið frá Skórækt ríkisins í Þjórsárdal, rúmlega 30 ára greni um 5 m að lengd.
Hafliði telur að þetta sé í fyrsta sinn sem íslenskur viður er notaður við
slíka smíði. Þann 3 júní 2020 afhenti Hafliði Aðalsteinsson bátinn Hjálmari Kristjánssyni útgerðarmanni í Rifi sem kostaði endurgerð bátsins. Myndir í myndaalbúmi. Skrifað af Sigurður Bergsveinsson 08.07.2019 12:51Bátadagar 2019 tókust frábærlegaBátadagar 2019 fóru fram laugardaginn 6 júlí. Þáttaka var
mjög góð í frábæru veðri, 10 bátar og um 50 manns tóku þátt. Myndir er að finna
hér. Hér að neðan er gestabók úr Sviðnum. ![]() ![]() |
Eldra efni
Bátasafn Breiðafjarðar Nafn: Bátasafn BreiðafjarðarTölvupóstfang: [email protected]Staðsetning: ReykhólarTenglar
Flettingar í dag: 30 Gestir í dag: 14 Flettingar í gær: 390 Gestir í gær: 112 Samtals flettingar: 376709 Samtals gestir: 35472 Tölur uppfærðar: 25.9.2023 02:52:01 |
© 2023 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is